Tilkynning

Fyrstur kemur fyrstur fær

19.04.2017

Úthlutun sumarhúsa Árnessjóðsins sumarið 2017 hefur farið fram.

Nokkrar vikur eru enn lausar og hefur verið opnað fyrir umsóknir á vefnum og nú gildir reglan „Fyrstur kemur fyrstur fær“.

Sumarleigan er rafræn og geta sjóðsfélagar leigt bústað á bókunarvef sjóðsins: arnessjodur.is. Leigutími er ein vika í senn frá föstudegi til föstudags á tímabilinu 2. júní til 1. september.

Í sumar verða þrjú hús til útleigu, þ.e. að húsið að Sogsbakka í Grímsnesi (S0001) og húsin við Götu Mánans (N0002) og Götu Norðurljósanna (N0001) í Kjarnaskógi á Akureyri.

Vikuleigan verður óbreytt frá fyrra sumri eða kr. 36.000 fyrir húsið að Sogsbakka, kr. 28.000 fyrir húsið við Götu Mánans og kr. 25.000 fyrir húsið við Götu Norðurljósanna.

Vinsamlegast athugið að lífeyrisþegar eiga ekki rétt á að leigja hús á sumartíma.

Vinsamlegast beinið spurningum eða athugasemdum um starfsemi sjóðsins til sjóðsstjórnar með tölvupósti, arnessjodurinn@isl.is.


Innskráning

Vinsamlega athugið að aðeins er hægt að panta á vefnum með því að skrá sig inn.

Innskrá

Árnessjóðurinn

Árnessjóðurinn
Arnarhvoli við Lindargötu
101 Reykjavík
Kt. 490181-0169
arnessjodurinn@isl.is

Sigfan ehf. © 2016 Allur réttur áskilinn.