Tilkynning

Tilkynning til sjóðsfélaga vegna ársins 2018

16.02.2018

Tilkynning til sjóðsfélaga vegna ársins 2018

Listi yfir nöfn þeirra sem aðild eiga að Árnessjóðnum hefur nú verið uppfærður miðað við 1. janúar 2018. Aðild að sjóðnum miðast við að greitt hafi verið til hans mánaðarlegt framlag í sex mánuði sem miðast við 0,30% af heildarlaunum fyrir a.m.k. hálft starf. Fylgt er skrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert.

Verkefni sjóðsins er útleiga orlofshúsa í hans eigu og greiðsla orlofsstyrkja til félagsmanna gegn framvísun frumrits reikninga.

Á vefsíðu sjóðsins er að finna samþykktir fyrir Árnessjóðinn, úthlutunarreglur sjóðsins svo og almenna lýsingu á orlofshúsum og verðskrá. Vefsíða sjóðsins er: www.arnessjodur.is.

Þrjú hús eru til útleigu, þ.e. að Sogsbakka í Grímsnesi og húsin við Götu Mánans og Götu Norðurljósanna í Kjarnaskógi á Akureyri.

Vetrarleiga stendur nú yfir og er hún til 27. maí n.k. Stefnt er að því að sumarleiga hefjist frá og með 1. júní nk. Verður sumarleigan auglýst sérstaklega síðar.

Sótt skal um orlofshúsin rafrænt á vefsíðu sjóðsins. Þegar sótt er um skal valinn flipinn „umsóknir“. Síðan skal smellt á „sækja um“ en þar er hægt að velja hús og tímabil það sem sótt er um. Valmöguleikarnir eru nokkrir.

Það kemur fyrir, að kvartað er yfir umgengni þegar komið er í hús sjóðsins Öll viljum við koma að húsunum og öllum búnaði hreinum og í góðu standi. Til þess að svo megi vera þurfa gestir að skilja vel við í dvalarlok, því engin þjónusta er á staðnum. Eitt er það sem ávallt skal muna er að læsa á eftir sér þegar húsið er yfirgefið.

Bent er á gátlistann sem er í hverju húsi. Nauðsynlegt er að fara yfir hann við dvalarlok til að skoða, hvort gleymst hafi að ganga frá einhverju. Þar má einnig koma með ábendingar um það sem betur má fara.

Fyrrum sjóðsfélagar geta átt aðild að sjóðnum. Þeir sjóðsfélagar sem njóta fullra réttinda Árnessjóðs við töku lífeyris og hafa greitt framlag í sjóðinn í samtals 5 ár geta viðhaldið rétti sínum til að leigja orlofshús á vetrartíma á sömu kjörum og sjóðsfélagar með því að greiða sem eingreiðslu svokallað ævigjald kr. 25.000. Óski fyrrum sjóðsfélagi aðildar þarf hann að senda umsókn til sjóðsins sem stjórn hans tekur þá fyrir. Stjórn Árnessjóðsins skipa: Ásta Lára Leósdóttir, asta.lara.leosdottir@fjr.is, gsm. 847-6437 Maríanna Jónasdóttir, marianna.jonasdottir@fjr.is, gsm 862-0014 A. Snævar Guðmundsson, snaevar@rikiseignir.is, 861-5428

Vinsamlegast beinið spurningum eða athugasemdum um starfsemi sjóðsins til sjóðstjórnar með tölvupósti, arnessjodurinn@isl.is eða í ofangreind símanúmer.


Innskráning

Vinsamlega athugið að aðeins er hægt að panta á vefnum með því að skrá sig inn.

Innskrá

Árnessjóðurinn

Árnessjóðurinn
Arnarhvoli við Lindargötu
101 Reykjavík
Kt. 490181-0169
arnessjodurinn@isl.is

Sigfan ehf. © 2016 Allur réttur áskilinn.